Fara í innihald

Lettneska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lettneska
latviešu
Málsvæði Lettland
Fjöldi málhafa 2,2 milljónir
Sæti ekki með efstu 100
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Lettland
Tungumálakóðar
ISO 639-1 lv
ISO 639-2 lav
SIL lav
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
Lettneska í Lettlandi

Lettneska (latviešu) er indóevrópskt tungumál talað í Lettlandi. Hún er rituð með afbrigði af latneska stafrófinu, sem einkennist af flötum strikum ofan við -e, -a, og -u en ekki -o, og setillum neðan við -k, -l og -n. Engir tvípunktar eða skástrik eru sett fyrir ofan sérhljóða. Š táknar -sj og C -ts.

Föll nafnorða eru sex í lettnesku en að vísu ber heimildum ekki fyllilega saman um hvort föllin eru 6 eða 7 en fleiri heimildir nefna 6. Tvö málfræðileg kyn er að finna, karlkyn og kvenkyn. Hvorki ákveðinn né óákveðinn greini er að finna. Lýsingarorð beygjast í tölum, föllum og kynjum og geta þar fyrir utan tekið ákveðni-endingar svipað og í norrænum málum. Líkt og í litáísku eru elstu textar frá 16 öld.

Auk litáísku og lettnesku telst hin útdauða fornprússneska til baltneskra mála.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.