Fara í innihald

Hryggsúla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hryggsúlan er einn af mikilvægustu hlutum ásgrindarinnar í hryggdýrum. Hún heldur líkamanum uppi og ver mænuna.

Hryggsúla mannsins[breyta | breyta frumkóða]

Í hryggsúlu mannsins eru 24 liðir (7 hálsliðir, 12 hryggjarliðir, 5 lendaliðir), og auk þess spjaldbeinið og rófubeinið, sem hvort um sig eru samvaxnir liðir.

Liðir hryggjarins, hryggjarliðirnir, eru 32-33, séu samvaxnir liðir spjaldbeins og rófubeins taldir með.

Latneskt heiti beins/beina Íslenskt heiti beins/beina Auðkenni beins/beina Stutt lýsing Hlutverk
Atlas Banakringla C1 Banakringlan er efsti hálsliðurinn, myndar lið með hnakkahnúum og gefur svigrúm tl að geta kinkað kolli
Axis Standliður C2 Standliður er renniflötur fyrir snúning banakringlu og höfuðkúpu, hann gerir mönnum kleift að hrista höfuðið Standliðurinn er næst-efsti hálsliðurinn
Vertebrae cervicales inferior Neðri hálsliðir C3-C7
Vertebrae thoracicae Brjóstliðir T1-T12 Þeir hafa liðfleti fyrir rifbeinin
Vertebrae lumbales Lendaliðir L1-L5 Stórir og þunglamalegir hryggjarliðir Styðja við líkamsþungann, sveigjanleiki í búknum er sérlega háður lendaliðum
Os sacrum Spjaldbein Ekkert Fimm aðskildir hryggjarliðir hjá börnum, þeir renna saman í fyllingu lengdarvaxtar Ath: Tilheyrir mjaðmagrindinni
Coccyx Rófubein Ekkert Í börnum eru þetta 3-5 aðskildir rófuliðir, hjá fullvöxnu fólki hafa þeir runnið saman