Fara í innihald

McDonald's

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá McDonalds)
McDonald's Plaza, þar sem aðalstöðvar fyrirtækisins eru.

McDonald's Corporation (NYSEMCD) er bandarískur skyndibitastaður. Hann er stærsta hamborgarakeðja í heimi og þjónar um það bil 47 milljónum viðskiptavina á hverjum degi. Það eru um það bil 31.000 McDonald's veitingastaðir um allan heim. Margir veitingastaðir fyritækisins eru reknir undir sérleyfi. Einkum selur McDonald's hamborgara, ostborgara, kjúkling, franskar kartöflur, morgunmat, gos, mjólkurhristing og eftirrétti.

Elsti McDonald's staðurinn sem að er ennþá starfandi í Kaliforníu.

Fyrirtækið var stofnað árið 1940 af Dick og Mac McDonald þegar þeir opnuðu fyrsta McDonald's veitingastaðinn í San Bernardino, Kaliforníu, Bandaríkjunum. McDonald's var starfrækt á Íslandi frá 1993 til 2009.

McDonald's á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti veitingastaður McDonald's opnaði þann 9. september 1993 við Suðurlandsbraut 56 í Reykjavík. Hann var opnaður af þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddssyni. Þann 16. júní 1995 opnaði svo annar veitingastaður keðjunnar hér á landi í Hressingarskálanum í Reykjavík, að Austurstæti 20. Því útibúi var lokað árið 2003. Þann 30. september 2001 opnaði svo þriðji staður keðjunnar í Kringlunni.[1] Árið 2002 opnaði svo fjórði veitingastaður keðjunnar við Smáratorg 5 (þar sem að Popeyes var áður).[2]

Þann 26. október 2009 tilkynnti rekstraraðili McDonald's á Íslandi, Lyst ehf. að vegna falls krónunnar væri orðið erfitt um aðföng erlendis frá og því verið ákveðið að hætta rekstri undir merkjum McDonald's-leyfisins frá og með 1. nóvember og lokuðu því allar þrjár keðjur fyrirtækisins. Fyrirtækið hélt áfram að reka McDonald's á Íslandi í nóvember 2009 undir nafninu Metro í Kringlunni, Smáratorgi og að Suðurlandsbraut. Útibúið í Kringlunni lokaði sumarið 2010[3] en hin tvö útibúin eru ennþá starfandi.

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

McDonald's við Suðurlandsbraut fyrir lokun.
  1. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 29. júní 2024.
  2. „Dagblaðið Vísir - DV - 263. tölublað (15.11.2002) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 29. júní 2024.
  3. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 29. júní 2024.